Leikreglur

Meistaradeild í hestaíþróttum:

Meistaradeild í hestaíþróttum er mótaröð 6 móta með hálfs mánaðar millibili frá byrjun febrúar fram í lok apríl þar sem keppt er í átta greinum. Keppendur eru úrval bestu hestaíþróttamanna Íslands. Keppnin fer fram annað hvert fimmtudagskvöld, annars vegar í Samskipahöllinni í Spretti og hins vegar í TM höllinni í Fáki. Meistaradeild í hestaíþróttum er rekin af félagi áhugamanna og dyggilega studd af Cintamani. 

Það sem gerir Meistaradeild í hestaíþróttum frábrugðna öðrum hestamótum og líklega fýsilegri kost fyrir almenning og fjölmiðla að fylgjast með er að: 

Samþykktir fyrir Meistaradeild í hestaíþróttum.

1.gr.

Félagið heitir Meistaradeild í hestaíþróttum (Meistaradeildin).   Kt:  640206-0710.   Heimili þess er heimilsfang starfandi gjaldkera.  

2. gr.

Félag þetta er ekki rekið í hagnaðarskyni og er markmið þess að efla hestaíþróttir og stuðla að markaðssetningu íslenska hestsins hérlendis og erlendis. 

Í samræmi við ofangreind markmið hyggst félagið vinna að eftirfarandi verkefnum:

1. Halda utan um og þróa Meistaradeildina með rekstri mótaraða fyrir fremstu knapa hverju sinni.

2. Veita eftirsóknarverða umbun til þeirra hestaíþróttamanna sem fremstir standa hverju sinni.

3. Tryggja umfjöllun um Meistaradeildina í helstu íþróttamiðlum landsmanna.

4. Tryggja öflugan stuðning fyrirtækja og einstaklinga við Meistaradeildina.

5. Beita sér fyrir öðru því sem samrýmist markmiðum Meistaradeildarinnar og stjórn eða félagsfundur ákveður.

3. gr.

Félagsaðilar eru þau fyrirtæki og einstaklingar sem styrkja meistaradeildina með beinu fjárframlagi samkvæmt gildandi samningi sem og keppnislið og starfandi stjórn  hverju sinni.  Öðlast félagsaðilar full félagsréttindi þegar stjórn félagsins hefur samþykkt styrktaraðila og keppnislið. Félagsstjórn skal halda félagsskrá sem skal greina nafn, kennitölu, heimilisfang og netfang félagsaðila.

4.gr.

Félagsaðilar bera enga ábyrgð á skuldbindingum félagsins og ber félagið eitt ábyrgð á skuldbindingum sem stofnað er til í nafni þess.

5.gr.

Stjórn félagsins skipa fimm aðalmenn og tveir varamenn, sem kosnir eru á aðalfundi  Að minnsta kosti einn aðalmanna eða varamanna í stjórn skal vera knapi úr keppnisliði.  Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund. Á aðalfundi skal kjósa til eins árs í senn einn skoðunarmann til að yfirfara ársreikning félagsins. 

6.gr.

Daglega framkvæmdastjórn annast formaður eða framkvæmdastjóri ef stjórn ákveður svo.  Allar meiriháttar ákvarðanir skulu þó ávallt teknar af meirihluta stjórnar.  Formaður boðar til stjórnarfunda svo oft sem þurfa þykir. Skylt er að boða fund ef tveir stjórnarmanna óska þess.

7.gr.

Stjórn félagsins ber að varðveita öll skjöl og gögn er geyma heimildir um störf félagsins, svo sem félagaskrá, bókhaldsgögn og bréf í samræmi við gildandi lög.

8.gr.

Stjórn félagsins boðar félagsfund eins oft og þurfa þykir. Stjórn félagsins skal boða fundi með minnst þriggja daga fyrirvara með tryggilegum hætti. Fundur er lögmætur, ef löglega er til hans boðað.  Einfaldur meirihluti atkvæða skal ráða úrslitum allra mála á fundum félagsins.

Formaður eða staðgengill hans setur fund og lætur kjósa fundarstjóra, sem skal ganga úr skugga um að löglega hafi verið boðað til fundarins.  

9.gr.

Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins. Aðalfund skal halda fyrir  1. október  ár hvert, og skal hann boðaður skv. ákvæðum 9. gr. en þó með minnst viku fyrirvara.  Atkvæðarétt hafa:  Hver stjórnarmaður (aðal og varamenn)   3 atkvæði;  fulltrúar frá aðal styrktaraðilum  2 atkvæði hver aðili;  liðseigandi 3 atkvæði og hver knapi eitt atkvæði.

Dagskrá aðalfundar er:

  1. Fundarsetning.
  2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  3. Formaður leggur fram og kynnir skýrslu stjórnar um störf félagsins á síðasta starfsári.
  4. Gjaldkeri leggur fram yfirfarinn ársreikning félagsins til samþykktar.
  5. Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar eða jöfnun taps.
  6. Breytingar á samþykktum, skv. 11. gr.
  7. Kosning stjórnar skv. 5. gr.
  8. Kosning skoðunarmanns skv. 5. gr.
  9. Fjárhagsáætlun fyrir næsta ár skal lögð fram.
  10. Önnur mál. 

10.gr.

Reikningsár félagsins skal vera frá 1. september til 31. ágúst ár hvert. 

11.gr.

Samþykktum félagsins verður ekki breytt, nema á aðalfundi með 2/3 hluta atkvæða.  Breytingar á samþykktum, sem félagar kunna að vilja bera fram, skulu berast stjórninni fyrir lok ágúst ár hvert og skal geta þeirra í fundarboði. 

12.gr.

Ef slíta skal félaginu, verður það einungis gert á aðalfundi, þar sem mættir eru minnst 3/4 hlutar félagsaðila, og verður það aðeins gert, að 2/3 hlutar greiddra atkvæða séu því fylgjandi. Að öðrum kosti skal boða til nýs fundar og verður þá félaginu slitið á löglegan hátt ef 2/3 hlutar greiddra atkvæða samþykkja það, án tillits til þess, hve margir eru mættir á fundinum. Verði félaginu þannig slitið skal fundurinn ákveða með hvaða hætti skuli ráðstafa þeim eignum sem kunna að vera til ráðstöfunar.  Skal eignum ráðstaf til félagasamtak , skóla eða annarra aðila er starfa í anda  2. gr samþykktar þessarar.

Samþykktir þessar voru samþykktar á aðalfundi þann  27. nóvember  2014 og falla eldri samþykktir þar með úr gildi.

 

Leikreglur 

Orðskýringar: 

Hestaíþróttir; nær yfir flest allar keppnisgreinar tengdar íslenska hestinum. 

Hagsmunaaðilar; eru knapar, kostunaraðilar, áhorfendur og fjölmiðlar. 

1 Form 

1.1 Meistaradeildin er einstaklings- og liðakeppni. 

1.2 Keppendur eru 40. 

1.3 Liðin eru 8 með 5 knöpum hvert, þrír knapar úr hverju liði keppa í hverri grein

1.4 Keppnisgreinar eru fjórgangur, gæðingafimi, fimmgangur, tölt, 150m skeið, gæðingaskeið, slaktaumatölt og flugskeið. 

1.5 Lið getur á hverju tímabili kallað til knapa sem 3ja knapa utan liðs til keppni í einni grein og skal greiða 50.000.- í þátttökugjald. Stig parsins teljast með í stigasöfnun liða. Knapi má einungis keppa fyrir eitt lið á tímabili. Stjórn skal samþykkja knapa.

1.6 Einn einstakur knapi getur keypt sér keppnisrétt í hverri grein sem 25. knapi. Hann vinnur sér ekki inn stig. Þátttökugjald er 150.000.- eða hæstbjóðandi vilji fleiri en einn taka þátt. Skráningarfrestur er hádegi á skráningardegi. Stjórn skal samþykkja knapa.

2 Stig 

Árangur keppnisliða og einstaklinga er mældur í stigum. 

2.1 Í einstaklingskeppninni fá 10 efstu knapar stig. 1. sæti gefur 12 stig, 2. sæti 10 stig, 3. sæti 8 stig, 4. sæti 7 stig, 5. sæti 6 stig, 6. sæti 5 stig, 7. sæti 4 stig, 8. sæti 3 stig, 9. sæti 2 stig og 10. sæti 1 stig. 

2.2 Knapi sem safnar flestum stigum á keppnistímabili er sigurvegari deildarinnar o.s.frv. 

2.3 Í liðakeppninni eru stigin frá 1 til 24 og skilar sigurvegari keppnisgreinar 24 stigi til síns liðs. Sá sem er númer tvö í keppnisgrein skilar 23 stigum til síns liðs o.s.frv. 

2.4 Lið sem safnar flestum stigum yfir keppnistímabilið vinnur Meistaradeild. 

2.5 Séu tveir eða fleiri knapar jafnir í efsta sæti sýna dómarar sæta röðun knapa. Ef knapar eru jafnir í öðru sæti en því fyrsta, deila þeir með sér sætinu. Hlutkesti ræður úthlutun verðlauna. Verði knapar jafnir í keppnisgrein skiptast stigin jafnt á milli þeirra og á það jafnt við um liðakeppnina og einstaklingskeppnina. Engu breytir ef keppendum er úthlutaður verðlaunagripur skv. uppkasti. Fari fram dómaraúrskurður falla stigin hins vegar eftir þeirri niðurstöðu. Verðlaunafé fylgir reglum um stig, þ.e. ef knapar deila með sér stigum deila þeir verðlaunafé einnig. 

3 Úrskurður um fyrsta sæti í keppnisgrein og samanlögðum árangri. 

3.1 Í keppnisgreinum þar sem niðurstaða byggist á spjaldadómum skal skorið úr um fyrsta sæti með sæta röðun dómara

3.2  Í skeiðkappreiðum eru tveir sprettir og vinnur sá sem hefur besta tíman, ef tveir eru jafnir vinnur sá sem hafði betri tíma úr fyrri spretti.

3.3 Ef tveir eru jafnir og efstir í smala vinnur sá sem færri keilur felldi. 

3.4 Ef tveir knapar eru jafnir í samanlagðri stigasöfnun eftir lokamót Meistaradeildar vinnur sá sem hefur unnið fleiri greinar. Ef knaparnir hafa jafn mörg gull ráða þá silfrin og ef þau eru jafn mörg þá bronsin o.sfrv. 

3.5 Ef tvö lið eru efst og jöfn í samanlögðum stigum eftir lokamót Meistaradeildar vinnur það lið sem fleiri greinar vann í mótaröðinni, ef þau standa þá enn jöfn vinnur það lið sem oftar var í öðru sæti keppnisgreinar. 

4 Verðlaun 

4.1 Verðlaunagripir eru 6 í hverri keppnisgrein. Þrír efstu knapar í samanlögðum árangri á keppnistímabili fá verðlaunagripi. Farandgripur gefinn af Árna Höskuldssyni gullsmið er farandgripur í einstaklingskeppninni. 

4.2 Efsta lið eftir keppnistímabil fær verðlaunagrip og farandgrip sem gefinn var af Landsambandi hestamannafélaga. Allir einstaklingar keppnisliðs, sem sigrar, fá verðlaunagrip. 

4.3 Upphæð peningaverðlauna er ákveðin í upphafi hvers keppnistímabils. Stigahæsti knapi og stigahæsta  liðið á hverju móti fá peningaverðlaun. Stigahæsti knapi í mótaröðinni og stigahæsta liðið fá peningaverðlaun.

5 Knaparáð 

3 efstu knapar frá síðastliðnu keppnistímabili skipa knaparáð, þó skulu ekki vera fleiri en einn úr hverju liði. Það hafi með höndum að vaka yfir hagsmunum knapa er varðar leikreglur og framkvæmd mótaraðar Meistaradeildar í hestaíþróttum. Einn fulltrúi úr knaparáði situr stjórnarfundi með tillögurétt eða er í stjórn deildarinnar eftir atvikum. Ef mótsstjórn er kölluð saman á mótsstað hefur fulltrúi úr knaparáði heimild til að sitja þann fund með tillögurétt. 

6 Keppnisgreinar og reglur 

6.1 Keppt er eftir FIPO reglum í keppnisgreinum sem þær reglur ná yfir, tölti, slaktaumatölti, gæðingaskeiði, 150m skeiði, fjórgangi og fimmgangi. Horft er framhjá þeim annmarka að oftast er keppt á minni velli en gert er ráð fyrir í FIPO. Sérstakar reglur gilda um smala, gæðingafimi, flugskeið og útfærslu á 150 m skeiði. 

6.2 Séu breytingar frá FIPO reglum leyfðar eða ákveðnar skal yfirdómari koma þeim upplýsingum á framfæri með skýrum hætti á knapafundi eða á annan sannanlegan hátt. 

6.3 Sami hestur má keppa í öllum greinum Meistaradeildar í hestaíþróttum. 

6.4 Gæðingafimi 

Gæðingafimin er krefjandi keppnisgrein þar sem reynir á ganghæfileika, þjálfunarstig hests og knapa, fegurð, kraft og glæsileik. Sýningin er spuni og ræðst árangur m.a. af útfærslu og frumkvæði knapa. Sýnandi fær 4-4,5 mínútur til þess að sýna það besta sem knapi og hestur hefur uppá að bjóða og er dæmdur af sex dómurum. Þrír dómarar gefa einkunnir fyrir gangtegundir og flæði og aðrir þrír dómarar dæma æfingar og fjölhæfni. 

Lengd, lágmark 4 mínúta hámark 4,5 mínútur  haldi keppandi áfram að hámarkstíma kemur það niður á einkunn fyrir flæði. Riðið skal stystu leið að upphafspunkti æfingar sem getur verið hvar sem er á vellinum, hneigja sig og hefja keppni. Keppandi hefur fjórar og hálfa mínútu frá því að keppni hefst til að klára sína sýningu og yfirgefa völlinn. 

Sýna skal a.m.k. þrjár gangtegundir og sex fimiæfingar. Keppandi skal sýna tvær skylduæfingar og er þær opinn sniðgangur á tölti á hvora hönd og skulu þær vera tvær af þessum sex fimiæfingum.  Hliðargangsæfingar skulu sýndar upp á báðar hendur.  Keppandi velur og útvegar tónlist sjálfur. 

Dæmi um æfingar sem knapar geta notað í sýningu: 

Ekki er þetta tæmandi upptalning heldur aðeins ábending um hvað hægt er að notast við. Þeir keppendur sem kjósa að velja sér æfingar utan þessa lista hafa að sjálfsögðu heimild til þess. Dómarar dæma æfingar hverja fyrir sig frá eink. 0 – 10. Deilitala ræðst síðan af fjölda æfinga en er þó aldrei lægri en sex sem er lágmarksfjöldi æfinga. 

Dómarar dæma á sama hátt gangtegundir og ræðst deilitala af fjölda sýndra gangtegunda. Deilitala verður þó aldrei lægri en þrír sem er lágmarksfjöldi sýndra gangtegunda. 

Einkunnir fyrir flæði og fjölhæfni eru gefnar samkvæmt leiðurum hér að neðan. 

Lokaeinkunn er vegið meðaltal þessara fjögurra einkunna þar sem einkunn fyrir flæði hefur tvöfalt vægi.

Í forkeppni eru þrjár samanburðarhæfar tölur lesnar upp fyrir hvern hest. Dómi er þannig háttað að einn dómari sem dæmir gangtegundir og flæði og annar sem dæmir æfingar og fjölhæfni hafa einn ritara saman, sem reiknar heildarniðurstöðu fyrir dómaraparið. Í úrslitum, sem 6 efstu knaparnir taka þátt í eru lesnar upp tólf tölur, einkunnir þriggja dómara fyrir gangtegundir og flæði og einkunnir þriggja dómara fyrir æfingar og fjölhæfni.  Ef fjárhagslegur grundvöllur er fyrir hendi getur stjórn Meistaradeildar ákveðið að byggja dóminn á fimm dómurum sem dæma gangtegundir og flæði og öðrum fimm sem dæma æfingar og fjölhæfni.

Einkunn fyrir Flæði. 

Hér er dæmt fas hestsins og heildarmynd sýningar. Lykilorð: vilji, einbeyting, samspil, fas, snerpa, samræmi, tónlist, fegurð í reið. 

Leiðari 

Einkunnir 9 til 10 

Einkunnir 8 og 8,5 

Einkunnir 7 og 7,5 

Einkunnir 6 og 6,5 

Einkunnir 5 og 5,5 

Einkunnir 4 og 4,5 

Einkunnir 1 til 3,5 

Einkunn 0 

Einkunn fyrir fjölhæfni. 

Lykilorð eru fjölbreytni, frumleiki og áræði. 

Þar sem knapinn er algerlega frjáls að skipulagi sýningar og æfingum gæti hann eingöngu sýnt gangtegundir hestsins á beinum línum og nokkrar léttar fimiæfingar. Slík sýning gæti fengið háar einkunnir fyrir gangtegundir, fimi og flæði, en hún fengi lága einkunn fyrir fjölhæfni þar sem sýningin er einföld. Þar sem þessi sýning felur heldur ekki í sér áræðni og frumleika teldist það enn til lækkunnar fyrir fjölhæfni. 

Vel útfærðar nýungar eða æfingar sem falla ekki beint að skilgreindri hlýðnikeppni eru til tekna í fjölhæfni. Dæmi um þannig æfingar geta verið hneiging, prjón, brokk og tölt á staðnum (piaffe), safnað brokk (passage), hestur falli á hné, vel útfærður skeiðsprettur,  o.s.fr.     Á þessum æfingum er ekki styrkleikastuðull heldur eru þær vel útfærðar til hækkunar á fjölhæfni. 

Leiðari 

Einkunnir 9 til 10 

Einkunnir 8 og 8,5 

Einkunnir 7 og 7,5 

Einkunnir 6 og 6,5 

Einkunnir 5 og 5,5 

Einkunnir 4 og 4,5 

Einkunnir 1 til 3,5 

Einkunn 0 

Æfingaflokkar og styrkleikastuðlar: 

Dómarar sem dæma æfingar og fjölhæfni dæma æfingarnar sjálfar eins og þær koma fyrir en leggja til grundvallar inn í fjölhæfniseinkunnina meðaltal af margfeldi styrkleikastuðla og einkunna fyrir æfingar. Með öðrum orðum þá gefa æfingar í flokki 5 hér að neðan hæstu fjölhæfniseinkunnina, að öðru jöfnu. Eftir sem áður getur komið betur út fyrir knapa að velja léttari æfingar ef hann gerir þær vel heldur en erfiðar æfingar sem hann ræður ekki við. Tökum dæmi: Ef knapi gerir æfingu í flokki 1 upp á 7 en æfingu í flokki 5 upp á 3 þá gefur fyrri  æfingin honum meira fyrir fjölhæfni þar sem 0,6x7 er 4,2, sem er hærri tala en 3x1.

1. Riðið eftir reiðleiðum, hliðargangsæfingar á feti, æfingar útfærðar víð vegg (með stuðning)  
Styrkleikastuðull inn i fjölhæfniseinkunn    0,6

2. Sama og 1, nema án stuðnings (ekki víð vegg) 
Styrkleikastöðull   0,7

3. Hliðargangsæfingar á tölti og brokki, safnandi og losandi og hraðabreytingar við vegg. 
Styrkleikastöðull   0,8

4. Sama og 3 nema án stuðnings, 
Styrkleikastöðull   0,9.

5. Safnandi æfingar þar sem æfingarnar eru farnar að skila miklum árangri, farnar að bæta gangtegundirnar. Í þessum flokki eru líka æfingar eins og piaff, spænska fetið, fljúgandi stökkskiptingar, aukið brokk og svo framvegis. 
Styrkleikastöðull   1.00

Half pass á skálínu (lokaður sniðgangur á skálínu), Styrkleikastuðull 1,1

Að öðru leyti vísast í Excel skjal um stuðul æfinga. 

Æskilegt að æfingarnar og fjölhæfni dæmist af hæfustu reiðkennurum og/eða dómurum sem völ er á.

Æfingar

Hliðargangsæfingar - skilgreiningar

Hesturinn gengur sveigður í kringum innra fót, frampartur á innri sporaslóð og afturparturinn verður eftir á sporaslóð, hesturinn er á þremur til fjórum sporum. Hann gengur beint fram að aftan og til hliðar að framan. Hesturinn heldur takti viðkomandi gangtegundar.

Ef hesturinn er á fjórum sporum á að vera jafn breitt bil milli allra hófa (séð framanfrá).

Hesturinn er beinn í skrokknum en stilltur í hnakka frá þerri átt sem hann gengur í. Hann gengur í fetgangstakti með afturhluta í hálfhring um innri framfót. Innri afturfótur krossar framfyrir ytri sem stígur fram, innri framfótur lyftist upp á sama stað í hverju skrefi, ytri framfótur stígur fram.

Hesturinn er beinn í skrokknum en stilltur í hnakka frá þeirri átt sem hann gengur í. Hann gengur í takti viðkomandi gangtegundar, jafn mikið fram og til hliðar. Innri framfótur og afturfótur krossar framfyrir ytri sem stígur fram.

Hesturinn gengur sveigður, á þremur til fjórum sporum. Hann gengur í sömu átt og hann horfir. Hesturinn heldur takti viðkomandi gangtegundar. Ef hesturinn er á fjórum sporum á að vera jafn breitt bil milli allra hófa (séð framanfrá).

Hesturinn er sveigður í áttina sem hann er að fara með frampartinn að undan. Hann er sveigður ikringum innra fót og færir sig jafnt fram og til hliðar á þrem til fjórum sporaslóðum. Innri áfturfótur er berandi.

Safnað fet,hesturinn gengur með framhlutann í hálfhring í kring um innri afturfót. sveigður í sömu átt og hann gengur í. Innri afturfóturinn sem verður að bera má ganga á 50 cm hring, en skal stíga fram og kreppast vel. . Hesturinn á að halda jafnar takt viðkomandi gangtegundar.

Safnað tölt eða stökk,hesturinn hreyfir sig með framhlutann í hálfhring í kring um innri afturfót. sveigður í sömu átt og hann hreyfir sig í. Innri afturfóturinn sem verður að bera má ganga allt að 1 metra hring, en skal stíga fram og kreppast vel. . Hesturinn á að halda jafnar takt viðkomandi gangtegundar.

Aðrar æfingar – skilgreiningar

Miðað er við 4-5 boga . Beðið er um að sjá mýktina þegar skipt er um hlið, að hesturinn sveigi sig greinilega eftir ferli baugsins og að hann haldi sama takti.

Hesturinn sveigir sig greinilega eftir ferli baugsins, sé mjúkur og haldi sama takti

Riðnir eru  10 m baugar af jafnri stærð. Hesturinn sveigir sig greinilega eftir ferli baugsins og skiptir um hönd í jafnvægi.

Hesturinn stöðvar í burði og heldur forminu, við taum og jafnt í allar fætur. Hnakkinn hæsti púnktur og neflinan fyrir framan lóðlinu.

Hesturinn bakkar mjúklega með virkan afturhluta, í jafnvægi og uppbyggilegt form. Hesturinn á hreinum gangi, hreyfir sig aðeins áfram safnaður og mjúkur.

Hesturinn er í taumsambandi á vinnuhraða, hann lengir hálsinn fram og niður í taumsambandi.

Hesturinn heldur sama takti, er virkur og lengir skrefin. Neflína fyrir framan lóð, hnakki u.þ.b. og a.m.k í sömu hæð og herðar. Sýna þarf atriðið amk. 10 sek. og verður hesturinn að halda taumsambandi allan tímann.

Hámark söfnunnar á brokki,Hnakkin er hæsti punktur og nef fyrir framan lóðlinu. Afturfætur eiga að stiga í framfótasporið og hesturinn hreyfir sig hægt fram.

Piaffe svipar til passage, en hesturinn á að vera sem mest á staðnum. Miðað er við að hesturinn megi hreyfa sig áfram 5 skref á 1.meter. Hnakkin er hæsti punktur og nef fyrir framan lóðlinu.

Fyrir og eftir hraðabreytingu á stökki skal hesturinn vera á jafnri ferð amk 10 metra. Athuga að hesturinn hægi svo aftur mjúklega niður og nái aftur jafnvægi á hægu stökki, amk 10 metra, áður en skipt er á aðra gangtegund. 

6.5 Flugskeið 

Skeiðkeppni í gegnum reiðhöll. Sprettfærið er misjafnt eftir reiðhöllum. Hingað til í Ölfushöll hefur það verið 70 m. Tíminn er mældur með sjálfvirkum tímatökubúnaði og er útfærsla svipuð og í 100 m skeiði. 

Í forkeppni ríða allir knapar tvo spretti, knapa er þó heimilt að sleppa seinni sprettinum ef hann vill. Knapar með 10 bestu tímana ríða tvo spretti til úrslita og ræðst endanleg röðun af tímum í þeim. Ef hestar, tveir eða fleiri liggja ekki í úrslitaspretti ræður besti tími þeirra í forkeppni, í röðun milli þeirra. Fleiri en 10 hestar geta mögulega tekið þátt í sprettum til úrslita, það gerist ef tveir eða fleiri hafa jafna tíma í tíunda sætinu eftir forkeppni. 

Ef tveir eða fleiri hestar liggja ekki í forkeppni dæmast knapar þeirra jafnir gagnvart liðakeppni og deilast liðastig jafn á milli þeirra. 

6.6 150m skeið

Skeiðsprettirnir eru að öllu leyti hefðbundnir og er tímatakan framkvæmd með sjálfvirkum búnaði. Gert er ráð fyrir að startbásar rúmi tvo eða fimm hesta. Í forkeppni ríða allir knapar tvo spretti, besti tíminn gildir, sætaröðun markast af tíma knapa. Ef tveir knapar eru jafnir sigrar sá sem hefur betri tíma eftir fyrri ferð. Knapar sem ná tíu bestu tímunum í forkeppni eiga möguleika á sigri.

Ef tveir eða fleiri hestar liggja ekki í forkeppni dæmast knapar þeirra jafnir gagnvart liðakeppni og deilast liðastig jafn á milli þeirra. 

7 Reiðmennska 

Dómarar geta gefið knöpum gul eða rauð spjöld eftir atvikum ef þeim finnst að knapar séu of grófir í sinni reiðmennsku. Stuðst er við viðmiðunarreglur FIPO. Jafnvel þótt fleiri en einn dómari gefi gult spjald fyrir ákveðið tilvik telst það eitt gult spjald í Meistaradeild í hestaíþróttum. Fyrir hvert gult spjald umfram eitt á keppnistímabili verða 2 stig dregin af knapa í heildarstigasöfnun einstaklingskeppninnar. Ef knapi fær rautt spjald er honum vikið úr viðkomandi keppnisgrein og fær að auki í frádrátt 5 stig í heildarstigasöfnun einstaklingskeppninnar. Þetta á eingöngu við um þau atvik þegar knapi fær rautt spjald vegna grófrar reiðmennsku, en ekki í þeim tilfellum þegar rautt spjald er gefið af tæknilegum ástæðum t.d. ef fer úr braut eða riðið er of marga hringi o.s.frv. 

8.  Keppendur / knapar

8.1    Knapar sem taka þátt í Meistaradeild í hestaíþróttum skulu vera fullgildir meðlimir í hestamannafélagi sem er í Landsambandi hestamanna. Þar sem Landsamband hestamanna er fullgildur aðili að Íþróttasambandi Íslands (ÍSÍ), gilda lög og reglur ÍSÍ er varða íþróttamenn um knapa Meistaradeildar í hestaíþróttum, þar með talin lög ÍSÍ um lyfjamál eins og þau gilda á hverjum tíma.

8.2   Knapar sem ná 12 efstu sætunum í deildinni halda rétti til þátttöku næsta keppnistímabil.  Meginregla er að knapar keppi fyrir sama lið frá ári til árs.  Ef lið eða liðsmenn telja að breytinga sé þörf, geta aðilar leitað til stjórnar Meistaradeildar sem hefur þá það hlutverk að leysa málið í samráði við málsaðila.

8.3   Liðseigandi velur sína knapa og leggur tillögur sínar til stjórnar fyrir 30.ágúst ár hvert. 

8.4  Lámarksaldur keppenda í Meistaradeild er 17 ára, 18 ára á árinu.

8.5  Árlega ber stjórn Meistaradeildar að standa fyrir úrtöku að hausti, sem gefur tveimur knöpum keppnisrétt í Meistaradeild í hestaíþróttum. Lið eiga valrétt á þessum knöpum eftir árangri síðasta tímabils. Lið, önnur en tvö neðstu mega hafna valrétti. Stjórnin hefur heimild til að fjölga knöpum sem vinna sér rétt í gegnum úrtöku. Stjórn Meistaradeildar hefur heimild til að setja einkunnalágmörk fyrir úrtökuknapa. 

8.6  Ef ekki er fullskipað í Meistaradeild með knöpum sem tryggðu sér sæti, á liðnu keppnistímabili eða í úrtöku getur stjórn Meistaradeildar boðið knöpum þátttöku. Það fer þannig fram að lið, sem vantar knapa tilnefnir knapa til stjórnar Meistaradeildar í hestaíþróttum, sem þarf að samþykkja tilnefninguna eða leiðbeina um annan. Hlutverk stjórnar í þessu tilliti er að tryggja hæfni knapa í Meistaradeild í hestaíþróttum og standa vörð um hag meistaradeildarinnar og hagsmunaaðila. Til viðmiðunar hefur stjórnin niðurstöðu í mótaröð Meistaradeildar í hestaíþróttum tvö síðustu keppnistímabil, síðustu tvær úrtökur fyrir Meistaradeild í hestaíþróttum, tilnefningar til knapaverðlauna undangegnin tvö ár og “World ranking” lista fyrir hestaíþróttir. 

9 Forföll knapa 

9.1 Tímabundin forföll. 

Vegna tímabundins forfalls liðsmanns getur lið kallað til varaknapa tvisvar sinnum (tvö mót) á keppnistímabili. Forfall knapa í slíku tilfelli þarf að vera sannanlegt vegna veikinda eða slyss. Liðið tilnefnir knapa til stjórnar Meistaradeildar í hestaíþróttum fyrir upphaf keppnistímabils, sem þarf að samþykkja tilnefninguna. Hlutverk stjórnar í þessu tilliti er að tryggja að hæfur knapi verði valinn. Stjórnin hefur sömu viðmið og getið er um í gr.8.3. 

9.2 Varanlegt forfall 

Þurfi knapi að hætta keppni í Meistaradeild í hestaíþróttum eftir að lið hafa verið skipuð tekur varaknapi sæti þessi sem hættir í liðinu. Þá getur liðið tilnefnt til stjórnar nýjan 

varaknapa í staðinn. Stjórn Meistaradeildarinnar þarf að samþykkja tilnefninguna eða leiðbeina um annan. Hlutverk stjórnar í þessu tilliti er að tryggja að hæfur knapi verði valinn. Stjórnin hefur sömu viðmið og getið er um í gr. 8.3. 

9.3 Knapar sem keppa í Meistaradeild sökum forfalla, keppa á sama grundvelli og aðrir knapar, safna stigum fyrir lið sitt og sækja stig og verðlaun í einstaklingskeppninni eftir gildandi reglum. 

10 Dómstörf 

10.1 Dómarar 

Haft skal að leiðarljósi að velja hæfustu dómara sem völ er á fyrir hvert verkefni. 

10.2 Yfirdómar 

Yfirdómari annast málefni dómara. Yfirdómari hefur vald til að víkja dómara frá keppni hvenær sem er ef honum finnst viðkomandi dómari hafa vikið frá faglegum gildum.Yfirdómari hefur eftirlit með dómstörfum og gefur skýrslu um þau til stjórnar og dómara. 

10.3 Mótsstjórn 

Þrír skipa mótsstjórn, yfirdómari, vallarstjóri og aðili valinn af stjórn Meistaradeildar í hestaíþróttum. Mótsstjórn er æðsta vald á mótsstað og hefur þannig vald til að úrskurða ef mál koma upp sem valda ágreiningi. Einn fulltrúi úr knaparáði hefur seturétt með mótsstjórn með tillögurétt þegar ágreiningsmál koma upp á mótsstað. 

10.4 Kærufrestur 

Knapar og lið hafa einn sólarhring til að kæra framkvæmd eða útreikninga keppnisgreinar. Að þeim tíma liðnum standa niðurstöður. Kærur sem berast að loknu móti fara á sameiginlegt borð stjórnar, mótsstjórnar og eins fulltrúa knaparáðs, sem verða að kynna niðurstöðu innan tveggja sólarhringa frá því að kæra berst. Einkunnir dómara eru ekki kæranlegar.

( FiPO leiðarihttp://www.hidi.is/uploads/5/0/6/7/5067893/iceguidelines2014.pdf

Bannlisti FIPO 18.mars 2015  http://www.hidi.is/uploads/5/0/6/7/5067893/bannlisti_mars2015_%C3%ADslenska.pdf

( Lagabreytingar2015 ) http://www.hidi.is/uploads/5/0/6/7/5067893/lagabreytingar2015.pdf

( Lög og reglugerðir um keppni 2013http://www.hidi.is/loumlg-og-reglur-um-keppni.html

( Gæðingafimi gangtegundir og flæði ) http://www.hidi.is/skjoumll.html

( Gæðingafimi æfingar og fjölhæfni ) http://www.hidi.is/skjoumll.html Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.