Heimahagi

Lið Heimahaga tók fyrst þátt í Meistaradeildinni árið 2013. Liðið er nokkuð breytt frá því fyrra en Ísólfur Líndal Þórisson og Ævar Örn Guðjónsson hafa yfirgefið liðið en í stað þeirra eru Sigurður Óli Kristinsson sem var í liði Hrímnis/Export hesta í fyrra og Sigursteinn Sumarliðason sem kemur nýr inn í deildina eftir nokkra ára pásu frá deildinni. Aðrir í liðinu eru Guðmar Þór Pétursson, liðstjóri, John Kristinn Sigurjónsson og Davíð Jónsson.

Guðmar Þór Pétursson, liðstjóri, hóf að stunda hestamennsku ungur að aldri og hóf fljótlega glæstan keppnisferil. Þrátt fyrir ungan aldur hefur aðeins einn aðili hampað fleiri Íslandsmeistara titlum. Guðmar er félagi í FT og hefur einnnig hlotið hæstu gráðu sem veitt er í leiðbeinendaprófi Hólaskóla. Guðmar starfaði lengi í Ameríku en er nú komin heim til Íslands.

John Kristinn Sigurjónsson er tamningamaður FT og starfar við tamningar á Laugabökkum, John hefur verið að gera góða hluti í keppni og kynbótasýningum á undanförnum árum.  John sigraði m.a. fimmgang meistaradeildarinnar í fyrra á stóðhestinum Konsert frá Korpu.

Davíð Jónsson starfar sem tamningamaður á Skeiðvöllum. Davíð hefur látið mikið á sér kveða á skeiðbrautinni síðustu ár en hann sigraði 100m. skeiðið á LM2012 í Reykjavík á hryssnni Irpu frá Borgarnesi.

Sigurður Óli Kristinsson er tamningamaður á Selfossi. Sigurður hefur verið viðloðandi keppni og kynbótasýningar um árabil og hefur meðal annars riðið til sigurs á Íslands-, Heimsmeistara-, og Norðurlandamótum.

Sigursteinn Sumarliðason er tamningarmaður á Ármóti. Sigursteinn hefur ná góðum árangri á keppnisvellinu, bæði í gæðinga og íþróttakeppni, en þá sérstaklega í tölti en hann vann það afrek að verða Landsmótsmeistari í tölti í annað sinn í röð á LM2012 í Reykjavík.

Heimahagi er ung og framsækin hrossarækt í eigu Jóhanns Ólafssonar og Þorbjargar Stefánsdóttur. Hjá Heimahaga er stunduð metnaðarfull ræktun og einbeitir Heimahagi sér fyrst og fremst að ræktun og sölu keppnishrossa. Markmð Heimahaga er að rækta falleg og fasmikil hross með mikla getu, gott geðslag og mikinn fótaburð. Heimahagi á margar glæsilegar og vel ættaðar merar, þar á meðal glæsihryssuna Krít frá Miðhjáleigu og móðir hennar Dröfn frá Stað, Evelyn frá Litla-Garði, Berglindi frá Húsavík og Gjöll frá Skíðbakka. Ræktunin fær að jafnaði 10 folöld á ári.


Facebook slóðir
Vefslóðir

Meðlimir


Guðmar Þór Pétursson
gudmar@fakasel.is

Sigurður Óli Kristinsson
siggi@faksholar.isFara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á stöð 2 sport - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Áskrift Stöð 2 Sport Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.