Ganghestar / Margrétarhof

Lið Ganghesta/Margrétarhofs hét hér áður Ganghestar/Málning en breytti um nafn árið 2015. Liðsmenn í þessu liði eru Sigurður Vignir Matthíasson, liðsstjóri, Reynir Örn Pálmason, Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir, Ragnhildur Haraldsdóttir og Ólafur Andri Guðmundsson. 

Sigurður Vignir Matthíasson, liðsstjóri, starfar á Fákssvæðinu í Reykjavík ásamt eiginkonu sinni. Sigurður hefur verið nokkrum sinnum í íslenska landsliðinu bæði á heimsmeistaramótum og Norðurlandamótum. Hann er margfaldur heims- og Íslandsmeistari, Landsmótssigurvegari og svo mætti lengi telja.

Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir er útskrifaður tamningamaður og reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Hún starfar á Hrossaræktarbúinu Króki/Margrétarhofi. Aðalheiður hefur verið að gera það gott bæði á keppnisbrautinni sem og á kynbótabrautinni. 

Ólafur Andri Guðmundsson er útskrifaður tamningamaður og reiðkennari frá Hólaskóla. Hefur starfað síðastliðin ár á hrossaræktarbúinu Feti sem tamningamaður og aðalsýningamaður búsins. Í dag starfar hann einnig sem bústjóri á Feti. Hann hefur náð góðum árangri á kynbótabrautinni síðastliðinn ár sem og á keppnisbrautinni.

Ragnhildur Haraldsdóttir er starfandi tamningamaður og reiðkennari. Hún hefur stundað hestamennsku frá barnsaldri og starfað við þjálfun hrossa í fjölda ára. Hún útskrifaðist sem reiðkennari C frá Hólum árið 2011. Ragnhildur starfar sjálfstætt við tamningar og þjálfun. Hún hefur gert það gott á keppnis og kynbótabrautinni síðastliðin ár.

Reynir Örn Pálmason starfar á Hrossaræktarbúinu Króki/Margrétarhofi. Reynir Örn starfaði lengi í Svíþjóð og hefur náð góðum árangri í keppni, var m.a. í úrslitum í slaktaumatölti á Norðurlandamótinu árið 2012 og hefur unnið marga glæsta sigra á Íslandi, m.a. á gæðingnum Baldvini frá Stangarholti. Síðustu ár hefur Reynir verið í fremstu röð bæði í fimmgangi og slaktaumatölti á Greifa frá Holtsmúla. Þeir voru í landsliði Íslands á HM2015 í Herning þar sem þeir urðu samanlagðir sigurvegarar í fimmgangsgreinum og urðu í öðru sæti bæði í fimmgangi og slaktaumatölti.

 

Ganghestar ehf. er alhliða hestamiðstöð þar sem boðið er upp á hefðbundna þjónustu við hestafólk, kaup og sölu á hrossum, reiðkennslu, frumtamningar og þjálfun á kynbóta- og keppnishrossum. Eigendur fyrirtækisins eru Sigurður Vignir Matthíasson og Edda Rún Ragnarsdóttir. Ganghestar ehf. er með aðsetur að Fákabóli 3 á félagssvæði Fáks og er starfsemi í gangi þar allan ársins hring. Yfir sumartímann fer þar einnig fram starfsemi Reiðskóla Reykjavíkur sem er í eigu sömu rekstaraðila.

Á Króki i Ásahrepp er rekið hrossaræktarbú þar sem eru ræktuð hross undir ræktunarnafninu Margrétarhof en nafnið vísar til ræktunar sem eigendurnir stunda á búgarði sínum í Svíþjóð, Margaretehof (mhof.se). Markmiðið er að stunda hrossarækt með 8 - 10 góðum merum. Einnig er rekin alhliða þjálfunarmiðstöð á staðnum, boðið upp á kennslu, ásamt því að hafa ávallt á boðstólnum góð vel tamin söluhross. Einnig er boðið upp á fóðrun og uppeldi.


Facebook slóðir
Vefslóðir


Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.