Ganghestar / Margrétarhof / Equitec

Lið Ganghesta/Margrétarhofs hét hér áður Ganghestar/Málning en breytti um nafn árið 2015. Liðsmenn í þessu liði eru hjónin Sigurður Vignir Matthíasson, liðsstjóri, og Edda Rún Ragnarsdóttir ásamt Reyni Erni Pálmasyni, Aðalheiði Önnu Guðjónsdóttur og Ragnhildi Haraldsdóttur.

Sigurður Vignir Matthíasson, liðsstjóri, starfar á Fákssvæðinu í Reykjavík ásamt eiginkonu sinni. Sigurður hefur verið nokkrum sinnum í íslenska landsliðinu bæði á heimsmeistaramótum og Norðurlandamótum. Hann er margfaldur heims- og Íslandsmeistari, Landsmótssigurvegari og svo mætti lengi telja.

Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir er útskrifaður tamningamaður og reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Hún starfar á Hrossaræktarbúinu Króki/Margrétarhofi. Aðalheiður hefur verið að gera það gott bæði á keppnisbrautinni sem og á kynbótabrautinni. 

Edda Rún Ragnarsdóttir er fædd inn í mikla hestamannafjölskyldu og hefur stundað útreiðar og hestamennsku frá því að hún man eftir sér. Faðir hennar er hinn þekkti hestamaður og knapi Ragnar Hinriksson og afi hennar, Hinrik Ragnarsson, var þjóðkunnur hestamaður á sinni tíð. Edda Rún hefur náð glæstum árangri í gæðingakeppni og hefur unnið fjölda Íslandsmeistaratitla í hestaíþróttum, í barna-, unglinga- og fullorðinsflokki og má þar nefna Íslandsmeistaratitil í fjórgangi í opnum flokki á Reyni frá Hólshúsum á Íslandsmótinu í Garðabæ 2005.

Ragnhildur Haraldsdóttir er starfandi tamningamaður og reiðkennari. Hún hefur stundað hestamennsku frá barnsaldri og starfað við þjálfun hrossa í fjölda ára. Hún útskrifaðist sem reiðkennari C frá Hólum árið 2011. Ragnhildur starfar sjálfstætt við tamningar og þjálfun. Hún hefur gert það gott á keppnis og kynbótabrautinni síðastliðin ár.

Reynir Örn Pálmason starfar á Hrossaræktarbúinu Króki/Margrétarhofi. Reynir Örn starfaði lengi í Svíþjóð og hefur náð góðum árangri í keppni, var m.a. í úrslitum í slaktaumatölti á Norðurlandamótinu árið 2012 og hefur unnið marga glæsta sigra á Íslandi, m.a. á gæðingnum Baldvini frá Stangarholti. Síðustu ár hefur Reynir verið í fremstu röð bæði í fimmgangi og slaktaumatölti á Greifa frá Holtsmúla. Þeir voru í landsliði Íslands á HM2015 í Herning þar sem þeir urðu samanlagðir sigurvegarar í fimmgangsgreinum og urðu í öðru sæti bæði í fimmgangi og slaktaumatölti.

 

Ganghestar ehf. er alhliða hestamiðstöð þar sem boðið er upp á hefðbundna þjónustu við hestafólk, kaup og sölu á hrossum, reiðkennslu, frumtamningar og þjálfun á kynbóta- og keppnishrossum. Eigendur fyrirtækisins eru Sigurður Vignir Matthíasson og Edda Rún Ragnarsdóttir. Ganghestar ehf. er með aðsetur að Fákabóli 3 á félagssvæði Fáks og er starfsemi í gangi þar allan ársins hring. Yfir sumartímann fer þar einnig fram starfsemi Reiðskóla Reykjavíkur sem er í eigu sömu rekstaraðila.

Á Króki i Ásahrepp er rekið hrossaræktarbú þar sem eru ræktuð hross undir ræktunarnafninu Margrétarhof en nafnið vísar til ræktunar sem eigendurnir stunda á búgarði sínum í Svíþjóð, Margaretehof (mhof.se). Markmiðið er að stunda hrossarækt með 8 - 10 góðum merum. Einnig er rekin alhliða þjálfunarmiðstöð á staðnum, boðið upp á kennslu, ásamt því að hafa ávallt á boðstólnum góð vel tamin söluhross. Einnig er boðið upp á fóðrun og uppeldi.


Facebook slóðir
Vefslóðir


Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á stöð 2 sport - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Áskrift Stöð 2 Sport Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.