Hestvit / Árbakki / Sumarliðabær

Liðið Hestvit / Árbakki / Sumarliðabær er að mestu óbreytt frá því í fyrra en ein breyting var gerð á liðinu. Jóhanna Margrét Snorradóttir er komin í liðið, í stað Ragnars Tómassonar. Aðrir liðsmenn eru heiðurshjónin Hinrik Bragason og Hulda Gústafsdóttir ásamt Gústafi Ásgeiri Hinrikssyni og Ólafi Brynjari Ásgeirssyni.

Hinrik Bragason er liðsstjóri liðsins en hann er tamningamaður og reiðkennari á Árbakka. Hinrik er margfaldur heims-, Íslands- og Norðurlandameistari. Hann hefur einnig sýnt fjölda kynbótahrossa í háar tölur á sínum ferli. Hinrik sigraði A-flokk á LM 2011 og var kjörinn gæðingaknapi ársins 2011. Hinrik hefur einnig margoft keppt á HM fyrir Íslands hönd, síðast á HM í Berlín 2013 á Smyrli frá Hrísum.

Gústaf Ásgeir Hinriksson er tugfaldur Íslandsmeistari í yngri flokkum í öllum greinum. Hann hefur einnig náð eftirtektarverðum árangri í skeiðgreinum og varð þar Íslandsmeistari á meðan hann var enn ungmenni. Hann sigraði ungmennaflokk Landsmóts 2014 og 2016. Hann er sonur þeirra Hinriks og Huldu. Hann útskrifaðist sem reiðkennari og þjálfari frá Hólum vorið 2018. Gústaf hefur þrisvar keppt á HM í unglingaflokki, nú síðast á Pistli frá Litlu-Brekku en þeir urðu heimsmeistarar í fjórgangi 2017.

Hulda Gústafsdóttir er tamningamaður og reiðkennari á Árbakka. Samhliða rekstri Árbakka hesta reka þau Hinrik útflutningsfyrirtækið Hestvit ehf. Hulda er margfaldur Íslands- og Norðurlandameistari og hefur jafnframt verið í íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótum og verið í úrslitum þar, efst í öðru sæti. Hún var valinn Íþróttaknapi ársins árið 2016.

Jóhanna Margrét Snorradóttir útskrifaðist sem reiðkennari og þjálfari frá Háskólanum á Hólum árið 2018. Hún starfar við þjálfun og reiðkennslu á Árbakka. Jóhanna hefur átt góðu gengi að fagna á keppnisvellinum en hún var kjörin efnilegasti knapinn árið 2015 og var í 2 sæti á HM í Herning 2015 í slaktaumatölti í ungmennaflokki á Stimpli frá Vatni. Jóhanna Margrét sigraði einnig unglingaflokkinn á LM2011 á Bruna frá Hafsteinsstöðum.

Ólafur Brynjar Ásgeirsson stundar tamningar og þjálfun á Vöðlum og flyst í vetur á Sumarliðabæ. Ólafur hefur staðið framarlega á keppnisbrautinni undanfarin ár og hefur einnig verið að gera góða hluti í kynbótasýningum. Ólafur sigraði fjórganginn tvö ár í röð (2014 og 2015) í Meistaradeildinni á Hugleiki frá Galtastöðum.

 

 

 


Facebook slóðir
Vefslóðir


Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.