Ragnhildur Haraldsdóttir
Ragnhildur Haraldsdóttir er starfandi tamningamaður og reiðkennari. Hún hefur stundað hestamennsku frá barnsaldri og starfað við þjálfun hrossa í fjölda ára. Hún útskrifaðist sem reiðkennari C frá Hólum árið 2011. Ragnhildur starfar sjálfstætt við tamningar og þjálfun í Halakoti. Hún hefur gert það gott á keppnis og kynbótabrautinni síðastliðin ár.
https://www.facebook.com/search/top/?q=ragnhildur%20haraldsd%C3%B3ttir