Árni Björn Meistarinn 2016

Þá er Meistaradeildinni lokið þetta árið en það var Árni Björn Pálsson sem sigraði einstaklingskeppnina. Það kemur ekki á óvart en hann var með frekar örugga forustu fyrir kvöldið og eftir sigurinn í töltinu var hann búin að gulltryggja sér titilinn. í öðru sæti varð Jakob S. Sigurðsson og í því þriðja var Sigurður V. Matthíasson. 

Lið Auðsholtshjáleigu sigraði liðakeppnina með 380 stig en í öðru sæti var lið Árbakka / Hestvits / Svarthöfða með 322,5 og í þriðja sæti lið Top Reiter / Sólningar með 311 stig. 

Hægt er að sjá stöðuna í liða- og einstaklingskeppninni hér. 

Að venju fór fram kosning á skemmtilegasta liðinu og fagmannlegasta knapanum. Að þessu sinni fór sú kosning fram á netinu og var ágætisþátttaka. Mjótt var á munum á efstu tveimur liðunum en það fór svo að Hrímnir/Export hestar urðu skemmtilegasta liðið. Árni Björn Pálsson var valinn fagmannlegasti knapinn en hann var langefstur. 

 Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.