Mætir aftur með Kristófer

Næsta fimmtudag verður keppt í gæðingafimi í Meistaradeildinni en Ísólfur Líndal Þórisson sigraði gæðingafimina í fyrra á Kristófer frá Hjaltastaðahvammi. Kristófer er 12 vetra undan Stíganda frá Leysingjastöðum og Kosningu frá Ytri-Reykjum. Ísólfur stefnir á að mæta með Kristófer aftur í ár. “Kristófer hentar einstaklega vel í þessa grein en hann er orðinn rosalega mikið taminn. Hann er einn af þeim hestum sem ég hef tamið hvað mest í gegnum tíðina,” segir Ísólfur en gæðingafimi er ein uppáhalds keppnisgreinin hans. “Mér finnst þetta frábær keppnisgrein en þetta er fyrst og fremst keppni í þjálfun sem reynir á að vera bæði með flottan hest og vel taminn. Þú þarft að sýna afköst og þjálfun á hinum ýmsum stigum í þjálfunarstiganum” segir Ísólfur og bætir við að honum finnist þetta virkilega spennandi grein og mætti vera keppt í henni oftar.

Ísólfur og Kristófer áttu frábæra sýningu í fyrra. “Að ríða æfingar er hluti af daglegri þjálfun og þetta snýst um að setja saman prógram með æfingum sem maður er vanur að þjálfa. Þarna er maður í raun að sýna rosalega stutta útgáfu af þjálfunartíma, eitthvað sem maður gerir venjulega á 40 mín. á 4. mín. Þú ert að sýna þjálfungarstigann, að fá hestinn rólegan og upp í söfnun. Það sem mig langar að sýna eru bæði afköst í sýningarformi og síðan afköst í vinnuformi eða því þjálfunarformi sem maður þjálfar hestinn mest í” segir Ísólfur en hann telur undirbúning fyrir gæðingafimina ekki vera neitt flóknari en fyrir einhverja aðra keppnisgrein enda er þetta eitthvað sem verið er að þjálfa allt árið.  Prógramið sem Ísólfur mun sýna okkur á fimmtudaginn í næstu viku verður með svipuðu sniði og það var í fyrra þó með örlitlum breytingum. “Ég tek út einhverjar æfingar og setja nýjar inn. Mig langar svolítið og er svona að velta því fyrir mér að bæta inn æfingu sem kallast half-pass. Þessi æfing er í raun það sem kemur á eftir lokuðum sniðgangi en half-pass er í mjög stuttu máli lokaður sniðgangur á skálínu,” segir Ísólfur að lokum.Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.